Gothic perlur í ólíkum stærðum
Gothic perlur í ólíkum stærðum
1000 stk í hverjum poka.
Þessir eru frábærir til þess að fylla upp í tóm rými. Þeir haldast mjög vel á og eru einnig mjög flottir einir og sér í design.
Það er ríkur glans á þeim en til þess að þeir endist betur og gyllingin/ silfrið haldist almennilega á er best að setja Super Shine Topcoat yfir allar perlurnar🌶️🔥
Þessar perlur geta verið tricky þannig ég mæli með því að sækja þér námskeiðið á síðunni þar sem þú færð aðgengi að öllum helstu leyndarmálum OnnoyNeglur þegar kemur að skrauti, meðal annars þessum perlum👏🏽
Námskeiðið finnur þú undir “námskeið” efst á síðunni.
Share
-
Frí Heimsending
Frí heimsending ef verslað er fyrir pöntun yfir kr. 16.000,-
Perlurnar eru mjög flottar en silfur húðin endist illa. Liturinn entist kannski hálfan dag á perlunum, með handþvotti og bara að gera hluti með höndunum þá nuddast silfrið auðveldlega af. Væri minni vandi ef perlan sjálf undir litnum væri grá en hún er gul svo perlurnar lýta út eins og graftarbólur á nöglunum þegar silfrið byrjar að nuddast af. Ég tók þær allar af og setti nýjar og þá top coat yfir, þá entist silfrið í svona 2 daga áður en það fór að hverfa aftur. Mjög leiðinlegt þar sem þær eru annars mjög flottar.